Frelsi, lýðræði, réttarríkið og virðing fyrir mannréttindum. Þetta eru grundvallargildi Evrópu. Gildi sem við höfum náð með miklum tilkostnaði. Gildi sem ráðist er á núna. Katalónía hefur alltaf staðið vörð um gildi Evrópu. Landið okkar hefur hugað að félagslegum réttindum.

Þess vegna höfum við skapað opið samfélag með fólki alstaðar að úr heiminum. Við erum leiðandi í baráttunni fyrir réttindum kvenna og í að skapa framsæknari almenningsskóla. Það eru fjöldamótmæli gegn stríði. Við erum Evrópa. Við erum gildi Evrópu. Við trúum á framtíð Evrópu.

Þann 1. október sl. beitti ríkisstjórn Spánar lögregluvaldi til að hindra þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði. Ráðist var á kjörstaði, ungir og gamlir barðir og kjörkassar gerðir upptækir. Hvaða glæp hafið þetta fólk framið? Mætt á kjörstað. Það sem er að gerast í Katalóníu er ekki innanríkismál á Spáni, það hefur áhrif á alla Evrópubúa.

Svona lá leiðin hingað:

Árið 2006 samþykktu Katalónar í þjóðaratkvæðagreiðslu ný sjálfstjórnarlög sem breyttu pólitískum tengslum Katakóníu og Spánar. En árið 2010 nam stjórnarskrárdómstóll Spánar megin kjarna þeirra úr gildi. Meira en 1 milljón Katalóna mótmælti úrskurðinum á friðsamlegan hátt, en ríkisstjórn Mariano Rajoy hafnaði öllum tilraunum til samtals við Katalóníu.

Þegar stuðningur við sjálfstæði jókst til muna, ákvað katalónska þingið að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu eins og gert var í Skotlandi.

Ríkisstjórn Spánar ákvað að þessi atkvæðagreiðsla væri ólögleg og sendi þúsundir lögreglumanna tol að gera atkvæðaseðla upptæka, ráðast á skrifstofur fjölmiðla sem studdu sjálfstæði, loka vefsíðum sem gáfu upplýsingar um kosningarnar og handtaka meira en tylft opinberra starfsmanna án dómsúrskurðar.

Þann 1. október reyndu Katalónar að kjósa friðsamlega. Og spænska lögreglan beitti slíku valdi að aldrei hefur slíkt sést í aðildarlandi Evrópusambandsins. Þrátt fyrir ofbeldi og ógnanir náðu 2,3 milljónir einstaklinga að kjósa og 90% þeirra voru hlynnt sjálfstæði Katalóníu.

Spænskir stjórnmálamenn, þar á meðal konungurinn, hafa ekki fordæmt lögregluofbeldið og hóta frekari kúgunaraðgerðum ef Katalónar haldi sjálfstæðistilraunum sínum til streitu.

Við erum Evrópubúar eins og þú og við þurfum aðstoð þína til að verja frelsið og lýðræðið. Gerðu það, ekki líta undan. Deildu þessi myndbandi með vinum og pólitískum fulltrúum.

Hjálpaðu Katalóníu. Bjargaðu Evrópu

Share this video! Share this video! Share this video!